fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Eyjan

Friðrik Jónsson: Það ætlar enginn að fara að djamma

Egill Helgason
Fimmtudaginn 13. október 2011 08:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Friðrik Jónsson skrifar kröftuga grein þar sem hann svarar málflutningi Kristins H. Gunnarssonar og Ólafs Stephensen um skuldaafskriftir hér á Eyjuna.

Eins og hefur verið rætt á þessum vef er sú skoðun að verða útbreiddari víða um heim að ekkert annað dugi gegn kreppunni en niðurfelling skulda.

Friðrik skrifar meðal annars:

„Það er enginn að biðja um að fá að djamma eins og það sé 2007.

Það er hins vegar verið að kalla eftir sanngirni, réttlæti, jafnræði og gagnsæi.

Og, rétt eins og ritstjóri Fréttablaðsins skrifar, þá er líka kallað eftir því að byggja umræður og úrlausnir á “bláköldum staðreyndum”.

Það má t.d. velta fyrir sér hvert raunverulegt svigrúm til afskrifta er ennþá til staðar hjá bankakerfinu, en það er bláköld staðreynd að hvað varðar almennar afskriftir að þá verður að horfa til lífeyrissjóðanna og íbúðalánasjóðs.

Staðreyndirnar þar eru þær að heildarútlán Íbúðalánasjóðs þann 30. júní síðastliðinn voru um 780 milljarðar. 20% afskrift þeirra væri því um 156 milljarðar. Veðlán lífeyrissjóðanna teljast vera um 195 milljarðar og væri 20% afskrift þar því um 39 milljarðar. Samtals væru þetta 195 milljarðar, sem er vissulega gífurleg upphæð.

195 milljarðar láta nærri að vera u.þ.b. þreföld afskrift skulda Ólafs Ólafssonar vegna Kjalars.

195 milljarðar láta nærri að vera u.þ.b. brúttótekjur lífeyrissjóðanna í eitt ár.

195 milljarðar láta nærri að vera sama upphæð og ríkið lagði til nýju bankanna.

195 milljarðar eru tæplega tveir-þriðju hlutar gjaldfalls Seðlabanka Íslands vegna ástarbréfakaupa 2008.

Það sem hvorki fyrrum þingmaðurinn né núverandi ritstjórinn virðast skilja er að það er enginn að biðja um afturhvarf til ársins 2007. Það er verið að kalla eftir sanngirni, réttlæti, jafnræði og gagnsæi.

Það er líka eilítið klámfengið af efnahagsráðherranum að segjast vilja vernda almenna og eignalausa lífeyrisþegann. Þá væri nú kannski nær að ganga harðar fram í að gera upp framkomu og fjárfestingarhegðan lífeyrissjóðanna fyrir og eftir hurn, þar sem vélað var og er með þessa eign. Sjóðir þar sem um 200 milljarða brúttótekjur á ári skila sér í rétt rúmlega 71 milljarðs útborguðum lífeyri.

Það vill enginn aftur 2007. Það vill enginn tilbúin slagsmál milli annars vegar þeirra sem eiga og hins vegar þeirra sem skulda. Það sem án ef allir vilja er, enn og aftur, sanngirni, réttlæti, jafnræði og gagnsæi.

Og við sem þjóð komumst upp úr hjólförum hrunsins og í átt til bjartari framtíðar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar