fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Eyjan

Bókamessan, Fall Þráins, Ný náttúra

Egill Helgason
Miðvikudaginn 12. október 2011 11:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kiljan í kvöld er tvískipt, annars vegar erum við heima í myndveri á Íslandi og hins vegar á bókamessunni í Frankfurt.

Við segjum frá Falli Þráins Bertelssonar – ný bók eftir hann heitir því nafni og segir frá glímu við alkóhólisma.

Við skoðum bók sem nefnist Ný náttúra – það er sérlega athyglisvert úrval íslenskra landslagsljósmynda.

Páll Baldvin og Kolbrún fjalla um Meistaraverkið sem er smásagnasafn eftir Ólaf Gunnarsson, Ekki lita undan, en það er saga Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur, skráð af Elínu Hirst, og nýja útgáfu Hávamála eftir Þórarin Eldjárn og Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur.

Bragi Kristjónsson kemur fram í þættinum eins og endranær.

Loks sýnum við frá íslenska skálanum á bókamessunni í Frankfurt sem hófst í gær og ræðum þar við gesti og gangandi.

Arnaldur Indriðason flytur ræðu við opnun bókamessunnar í gær.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar