Það á enginn embætti forseta Íslands.
Þótt sá skilningur hafi virðist hafa verið ríkjandi lengi.
Það hefur þótt goðgá að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta – og með algjörum ólíkindum að alvöru framboð hafi aldrei komið fram gegn forseta sem situr í embætti. Það er í raun fjarska ólýðræðislegt.
En þegar líður að kosningum er sá sem gegnir embættinu engu rétthærri en Jón Jónsson eða Jóna Jóns úti í bæ.
Og þess vegna er það ekki einkamál forseta hvort hann verður aftur í kjöri. Það eru ekki „þarflausar vangaveltur“ hvort hann gerir það.
Það er einfaldlega lýðræðislegt að þjóðin fái að vita það í tæka tíð.
Í því sambandi má geta þess að eitt af því sem mun líklega teljast nýtilegt í tillögum Stjórnlagaráðs eru takmarkanir á valdatíma forseta.