Valur Gunnarsson skrifar um bæinn Sólvang í Kaliforníu, brot af Danmörku á norður-amerískri grund.
Ég kom þarna fyrr á þessu ári. Það sem sló mig mest var að bakkelsið í bakaríunum var eins og á Íslandi. Íslensk bakarí eru reyndar mjög íhaldssöm – úrvalið frekar staðnað og einsleitt.
Búseta Dana á Sólvangi hófst 1911 – getur verið að þarna sé í gildi dönsk baksturshefð frá þeim tíma og hún sé einnig ríkjandi hérna?