fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Eyjan

Jón Þórisson: Ókannaðar slóðir í Magma-málinu

Egill Helgason
Fimmtudaginn 8. september 2011 20:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Þórisson er höfundur þessa pistils:

— — —
Ingimar Karl jarðar meint skúbb Agnesar Braga um Magma,  í pistli sínum í Smugunni í dag.

Ég undraðist sjálfur að eina skjalið sem hún vitnar í sem „nýtt“  er tölvupóstur sem ég fékk sjálfur afhentan frá Iðnaðarráðuneytinu í fyrrasumar, og eins og Ingimar Karl bendir á, var fjallað um í fréttum Stöðvar 2 á sínum tíma.

En sem fyrr þá fjallar Mogginn ekki um raunveruleikann, Mogginn býr hann til í þeirri mynd sem hentar hverju sinni.

Ef Agnes vildi skrifa alvöru grein um Magma málið þá gæti hún byrjað á því að skoða hvers vegna borgarstjórn Reykjavíkur ákvað að selja hlut OR í HS Orku með níu milljarða króna tapi. Hún gæti kannað hverjir eru í ábyrðum fyrir þeim lánum sem Magma tók hér til þess að „kaupa“ HS Orku. Eru það seljendur eða hefur ábyrðum þeirra verið aflétt? Þessi kúlulán eru á 1,5% vöxtum en Agnes gæti kanna hagnað Ross Beaty af því að lána HS Orku úr eigin vasa á 10% vöxum.

Hún gæti grennslast fyrir um hagsmunatengslin í málinu og hvernig orkugeirinn, bankarnir og útrásarvíkingarnir dönsuðu í takt. Hún gæti kannað hagsmunatengsl Ásgeirs Margeirssonar (áður hjá OR, síðar hjá HS Orku og Magma,  Magnúsar Bjarnasonar (áður hjá orkusjóði Glitnis, síðan Capacent sem keypti orkusjóð Glitnis í USA á slikk, nú Landsvirkjun) Ástráðs Haraldssonar (var í stjórn OR þegar Arctica Finance, sem hann er í stjórn hjá , fékk það verkefni á sjá um sölu hlutar OR til Magma – og fyrir viðvikið fékk Arctica Finance 100 milljónir) og svona mætti lengi telja.

Hún gæti skoðað feril Friðriks Sophussonar fyrrum forstjóra Landsvirkjunar, nú stjórnarformanns Íslandsbanka – án reynslu af bankastarfsemi. Hverra hagsmuna var hann að gæta og hafði hann og Íslandsbanki umboð til þess að halda um þræðina í Geysir Green Energy þegar allir helstu eigendur þess voru komnir í þrot. Þrátt fyrir það fékk Geysir Green ný lán og ábyrðum og veðum aflétt af lánum á árinu 2009, GGE keypti fleiri hluti í HS Orku – og seldi samdægurs til Magma. Væri ekki áhugavert að skoða það, Agnes?

Nú í 3 eða 4 grein sinni um Magma gæti Agnes kannað hvernig Ross Beaty hefur kerfisbundið reynt að blekkja hlutabréfamarkaðinn í Toronto með rósóttum ýkjusögum af þeirri orku sem hann telur hægt að virkja á Reykjanesi (400 MW). Hún gæti velt því fyrir sér að ef til vill er Magma ekki orkufyrirtæki í raun, heldur fjárfestingasjóður sem virðst hafa það eitt markmið að kýla upp markaðsvirði HS Orku – til þess eins að geta selt með hagnaði – og reyndar hefur þeim gengið vel hingað til, eiga 75% í HS Orku, án þess að leggja út nema fáeinar aflandskrónur – og fengu síðan „cash up front“ þegar þeir seldu lífeyrissjóðunum 25%.

Agnes gæti rakið slóð þess hagnaðar sem Ross Beaty flytur úr landi í gegnum Svíþjóð án þess að greiða af skatta. Ekkert ólöglegt eða óeðlilegt við það enda Ísland og Svíþjóð með tvísköttunarsamning. En Svíþjóð og Kanada, eru þau ekki líka með tvísköttunarsamning? Og hvað ætli Ross borgi þegar „heim“ er komið? Er hinn endanlegi eigandi peningann, sjálfseignarstofnun Ross Beaty sem kallast The Sitka Foundation ef til vill undanþegin skatti heima hjá sér. Er það „heima“ í Kanada eða á aflandseyju?

Nú hún gæti haldið áfram og skrifað grein um hverning Steingrímur og Össur hafa brotið upplýsingalög með því að neita að afhenda gögn úr ráðuneytum sínum um samskipt við Magma.

Af því að ég veit að Agnesi er áhugasöm um Jóhönnu og Steingrím mætti einning benda henni á að fjalla um hverning þau gerðu allt til þess að drepa andstöðu almennings gegn Magma á dreif með loforðum og fagurgala um rannsóknarnefndir og þjóðaratkvæði. Allt loforð sem hafa verið svikin.

Þá væri áhugavert að fjalla um Júlíus Jónsson forstjóra HS Orku og Júlíus Jónsson forstjóra HS Veitna – en sem kunnugt er hafa bæði þessi fyrirtæki verið markaðsvædd, eins og það er kallað, og í bísness á forsendum frjálsrar samkeppni, en Júlíus og Júlus eru einn og sami maðurinn, með eitt símanúmer, netfang og skrifstofu!!

Hún gæti eins og Ingimar Karl bendir á, og Andri Snær hefur fjallað um, skoðað vinnubrögð HS Orku við framkvæmd orkustefnu sinnar og hver tók ákvörðun um að fjárfesta milljarða í túrbínum sem engin leyfi fást til þess að nota – og að lokum gæti Agnes leitt fram á völlinn okkar færustu jarðvísindamenn og gefið þeim tækifæri til þess að viðra vísindalegar ályktanir sínar um að Reykjanesið er þegar nær fullnýtt og að sennilega er ekki meiri orku að sækja á þessar slóðir.

Síðasta grein Agnesar, og nú líður að jólum, gæti fjallað um hverning Árni Sigfússon komst að þeirri niðurstöðu að það væri hagstætt fyrir Suðurnesjamenn að leigja auðlindirnar fyrir smáaura.

Á næsta ári gæti Agnes síðan fjallað um hvernig orkugeirinn hefur, frá upphafi álvæðingar, svikið þjóðina um gífurlegar upphæðir með skuldsetningu vegna virkjanaframkvæmda og afhendingu orkunnar á útsöluprís. Hún gæti í þeim greinaflokki jafnvel brugðið sér til Noregs og fundið út úr því hverning Norðmenn komust að þeirri niðurstöðu að hagstætt væri að taka 70% af olíuauðnum úr Norðursjónum og setja í sameiginlegan sjóð og skattkistur ríkisins……………eða er einhver annar skúbbari úr blaðamannastétt sem er verklaus??

Jón Þórisson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði