fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Eyjan

Samdráttur

Egill Helgason
Fimmtudaginn 8. september 2011 12:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta er geysilega mikill samdráttur í verslun – og þar af leiðandi neyslu – eins og sjá má í þessari frétt DV.

Maður furðar sig enn á því hvað eru margar verslanir á höfuðborgarsvæðinu. Sumar matvörubúðir virðast alveg óþarfar. Enginn þar að kaupa neitt.

Það er eiginlega merkilegt að verslunum skuli ekki hafa fækkað meira – maður spyr sig til dæmis hvort Smáralindinni sé ekki ofaukið í þessu árferði.

Í Miðbænum eru flestar búðir að breytast í túristasjoppur – lundabúðir – og nú finnst manni eins og hljóti að vera offramboð af þeim líka. Svo eru enn að koma veitingastaðir í pláss þar sem áður voru verslanir. Spurning hverjir eiga að halda uppi þessari starfsemi í vetur þegar túristarnir fara?

Samdráttur í byggingarvöruverslun var 45 prósent í fyrra. Kemur ekki á óvart. Það eru líklega mörg ár áður en byggingaiðnaður nær sér á strik á Íslandi.

Annars eru líka of margir bankar. Það er talað um að sé ráð að sameina Íslandsbanka og Arion. Þá mætti sjálfsagt fækka útibúum líka.

Svona er þetta á Íslandi, of mikið af öllu – allt var gírað upp í topp í kreppunni og svo skiljum við smátt og smátt að við ættum að geta komist af með minna.

En þá missir fólk auðvitað vinnuna líka. Kannski er betra að hafa fólk í vinnu en á atvinnuleysisbótum, þótt það sé lítið að gera. Það er partur af mannlegri reisn að hafa atvinnu – og það er mikilvægt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði