Knut Hamsun skrifaði bók sem nefndist Sultur.
Helga Sigurðar skrifaði bók sem nefndist Ber allt árið.
Reyndar mun hún hafa heitið Grænmeti og ber allt árið – en galgopar sneru út úr titlinum.
Nú er komin út bók sem á tíma samningar gekk stundum undir nafninu Sultur 2.
En hún heitir útkomin Sultur allt árið.
Sumir myndu kannski halda að hún fjalli um bág kjör, en það gerir hún ekki.
Umfjöllunarefnið eru sultur sem eru gerðar úr ýmsu hráefni, ekki bara rababara og berjum, heldur líka gulrótum, banönum, ferskjum og ýmsu fleiru, Þarna eru líka kryddmauk, chutney, marmelaði, hlaup, síróp, kryddlegir, edik og rauðkál.
Bókin er samin af konu minni, Sigurveigu Káradóttur – og þess má geta að hún stílíseraði líka hinar afar fallegu myndir sem prýða bókina. En þá má ekki gleyma ljósmyndaranum Gunnari Sverrissyni.