Rýniskýrsla Evrópusambandsins um landbúnað á Íslandi er merkilegt plagg og það er alveg óhætt að lesa hana hvort sem maður er á móti eða með aðild að Evrópusambandinu – eða barasta ekki viss.
Þarna er í stuttu máli og hnitmiðuðu tekið á öllum þáttum landbúnaðarkerfisins, þannig að það verður meira að segja skiljanlegt fyrir leikmenn.
Meðal þess sem kemur fram er Ísland hafi enga heildstæða stefnu byggðaþróunarmálum – nei, stefnan er í rauninni bara hippsum happs.
Plaggið er samt alls ekki fjandsamlegt landbúnaðinum á Íslandi, heldur er gerð grein fyrir sérstöðu hans vegna fámennis, norðlægrar stöðu og loftslags.
Skýrsluna má finna hérna.