fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Eyjan

Merkilegar konur á Bókmenntahátíð

Egill Helgason
Mánudaginn 5. september 2011 22:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru flottir erlendir höfundar sem eru að koma hingað á Bókmenntahátíðina sem hefst á miðvikudaginn.

Fyrsta er að telja Nóbelsverðlaunahafann Hertu Müller sem er ættuð frá Sjöborgalandi í Rúmeníu, en skrifar á þýsku.

Ég er að lesa magnaða bók eftir hana sem er nýútkomin, heitir á íslensku Andarsláttur. Hún er ekki auðlesinn höfundur, en nær að skapa einstakt andrúmsloft.

Denise Epstein er dóttir höfundarins Irene Némirovsky. Móðirin var rithöfundur sem var myrt í Auschwitz í stríðinu. Fyrir nokkrum árum kom út eftir hans skáldsagan Frönsk svíta – óhemju breið frásögn af Frakklandi á tímanum þegar Þjóðverjar voru að leggja það undir sig 1940. Bókin er nú komin út á Íslandi, en Epstein verður gestur á hátíðinni.

Þriðja konan sem rétt er að nefna er egypski höfundurinn Nawal el Saardawi – hún er fræg baráttukona fyrir kvenfrelsi og mannréttindum í heimalandi sínu, hefur setið í fangelsi og var virk í mótmælunum á Tahrir-torgi fyrr á þessu ári.

Um allar þessar konur – og Bókmenntahátíðina – verður fjallað í Kiljunni sem verður á dagskrá sjónvarpsins á miðvikudagskvöldið.

89535_1Herha Müller.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði