Yfir höfnina, Lækjargötu, Hljómskálagarð og Vatnsmýri gengur skæður vindstrengur í norðanátt. Það er eins og Esjan magni upp vindinn þarna. Gamall maður sem ég þekki kallaði þetta svæði Illulág eftir að hafa þurft að berjast í gegnum vindinn í Hljómskálagarðinum áratugum saman á leiðinni upp í Háskóla.
Þetta er ástæðan fyrir því að trén í Hljómskálagarðinum ná aldrei almennilegri hæð. Í raun er þetta ekki sérstaklega góður staður fyrir skrúðgarð. Skjólið er svo lítið.
Maður óttast að vindurinn fari illa með glerverkið utan á tónlistarhúsinu. Kannski hefði verið nær að nota teikningu Jeans Nouvel sem stakk upp á því að byggja húsið í líki íslensks hóls. En úr því sem komið er finnst manni um að gera að byggja sem mest þarna svo Lækjartorg fái skjól fyrir norðanáttinni.
Kannski mætti kalla tónlistarhúsið þetta – Illulág?