Nú segja skilanefndarmenn úr Landsbanka að Icesave geti verið úr sögunni. Landsbankinn eigi fyrir Icesave og gott betur.
Þjóðin ræddi linnulaust um Icesave í tvö ár.
Á öðrum vængnum var sagt að nauðsynlegt væri að semja sem fyrst – annars gæti Ísland orðið að Norður-Kóreu.
Á hinum vængnum var sagt að samningur Icesave myndi þýða skuldaþrælkun Íslands barna í margar kynslóðir.
Hvað stendur nú eftir?
Tómleikatilfinning?