Byggingarnar á Landspítalalóðinni eru að sönnu stórkarlalegar og hætt við að mörgum bregði í brún þegar þær rísa – líkt og kemur fram í þessari frétt á RÚV.
En kannski ekki endilega íbúum Þingholtanna fremur en öðrum.
Þingholtin eru göturnar Þingholtsstræti, Ingólfsstræti, Skólastræti, Spítalastígur, Miðstræti, Grundarstígur. Neðstu mörk Þingholtanna er semsagt norðurhliðin á Menntaskólanum í Reykjavík en þau efstu eru við Bergstaðastræti. Þau ná að Hellusundi í suðri og Skólavörðustíg í norðri.
Þetta má til dæmis lesa í grein eftir Jón Aðalstein Jónsson, ritstjóra Orðabókarinnar, sem hann ritaði árið 1999. Þar greinir hann frá því að Óðinsgata og Baldursgata hafi ekki talist til Þingholtanna og megnið af Laufásvegi heldur ekki.
Þarna fer betur á því að tala um Skólavörðuholt en Þingholt, enda eru spítalabyggingarnar syðst í Skólavörðuholti, á mörkum Vatnsmýrar.