fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Kínaskák

Egill Helgason
Miðvikudaginn 31. ágúst 2011 08:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er skrítin umræðan um Kínverjann sem er að kaupa Grímsstaði á Fjöllum.

Grímsstaðir eru vissulega stór jörð – en hún er afskekkt og nær mestanpart yfir fjöll og heiðalönd.

Hún liggur einna fjærst sjó af öllum jörðum á Íslandi – og því er kannsk ankanalegt að segja að kaupin á henni séu liður í að seilast til áhrifa á Norður-Atlantshafi.

Þá má spyrja hvort Kínverjinn sé einhvers konar agent – hvort að baki þessu búi einhver allt önnur áform en sagt er frá.

Hann segist ætla að byggja upp ferðaþjónustu á Grímsstöðum. Það gæti verið við ramman reip að draga. Á Grímsstaði er langt að fara frá þéttbýlisstöðum, þarna er mjög kalt á vetrum – og í raun er ekki mikið að sjá þarna annað en öræfi.

En, sem ég segi, kannski ætlar hann að gera eitthvað allt annað – þannig er umræðan að minnsta kosti.

Það er talað um að Kínverjar séu að kaupa upp land víða í heiminum til að rækta matvæli – en, nei, varla eru mikir möguleikar í matvælaframleiðslu á Fjöllum umfram sauðfjárræktina sem þar hefur verið stunduð frá alda öðli.

Nú, Jökulsá á Fjöllum rennur þarna um hlöð, en í henni eru hvergi virkjanir og í raun hefur verið víðtæk samstaða um að hún verði ekki virkjuð. Varla getur Kínverjinn reist virkjun þar í skjóli nætur.

Ég las líka greinarstúf þar sem var varað við því hvernig Kínverjar eru að taka yfir verslun og iðnað á Spáni og Ítalíu. Á Spáni eru Kínabúðir út um allt og innfæddir kaupmenn eru víða að gefast upp fyrir samkeppninni.

En varla ætlar Huang Nobu að hefja hér stórfellda verslun eða iðnað. Grímsstaðir væru varla heppilegur staður til þess.

Kannski hugsa einhverjir sem svo að nú verði að stöðva framrás Kínverja (var einu sinni kallað Gula hættan) áður en hún nær lengra. Þetta sé hugsanlega einhvers konar liður í hnattrænni kínaskák.

En á sama tíma er verið að kalle eftir fríverslunarsamningi við Kína sem er jafnvel stillt um sem valkosti við aðild að Evrópusambandinu. Það er heldur ekki minni maður en Ólafur Ragnar Grímsson forseti sem hefur verið fremstur í flokki að rækta tengslin við Kína.

Af einu er þó nóg af á Fjöllum sem er ekki að finna alls staðar í Kína – plássi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 21 mínútum
Kínaskák

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða