Eyjamenn gera lítið úr sinni merku sögu þegar þeir leggja að jöfnu kvótafrumvarp og Tyrkjarán og eldgos.
Þetta er ósmekklegur málflutningur, útblásin stóryrði.
Tyrkjaránið og eldgosið eru partur af ímynd Vestmannaeyja og sögulegri vitund.
En það er kvótakerfið ekki enda hefur það haft í för með sér hliðarverkanir eins og skuldasöfnun útgerðarmanna á borð við Magnús Kristinsson og óvenju mikla velvild sem hann mætti í bankakerfinu þegar tugir milljarðar af skuldum hans voru afskrifaðar.