„A Chinese tycoon plans to buy a vast tract of Icelandic land for a $100m tourism project which critics fear could give Beijing a strategic foothold in the North Atlantic.“
Þetta stendur í Financial Times og er vitnað í það á íslenskum bloggsíðum.
Og jú, vissulega eru Kínverjar umsvifamiklir í heiminum og þeir hugsa örugglega langt fram í tímann og eru klókir eins og Ögmundur Jónasson segir.
En –
Grímsstaðir á Fjöllum eru að sönnu stór og landmikil jörð. Hún er líka afskekkt, þar er veðurstöð – enda veðurfar nokkuð sérstakt á þessum slóðum – og örlítil ferðaþjónusta.
Sem stategískt tangarhald í Norður-Atlantshafi mun jörðin þó líklega vera lítils virði – hún er reyndar lengst inni í landi.