Druslubækur og doðrantar er skemmtilegur vefur sem fjallar um bækur og bókmenntir – frá nokkuð víðum sjónarhóli. Til dæmis hefur þar verið að birtast greinaflokkur um bækur á gististöðum. Það er fín pæling.
Svo var þarna í síðustu viku grein um Bókmenntabæinn Sauðárkrók – og þar bregður greinarhöfundur sér í líki papparazza og tekur mynd af okkur Gyrði Elíassyni við gult hús.
Ég tek fram að við urðum ekki varir við ljósmyndarann.