Það er stórfrétt að veru Alþjóða gjaldeyrissjóðsins sé lokið hér á landi, rétt um þremur árum eftir hrun íslenska hagkerfisins.
Við erum reyndar enn stórskuldug þjóð – og gjaldeyrishöft eru enn til staðar og eru varla á förum.
Það verður ábyggilega deilt um þau áhrif sem AGS hafði hér. Sjálfur Joseph Stiglitz sagði að áætlun AGS á Íslandi væri ekki mjög hörð. En líklega er það fylgifiskur hennar hversu mikil áhersla var lögð á að endurreisa fjármálakerfið.
En það er fleira sem AGS skilur eftir. Erindreki hans á Íslandi, Franek Rozwadowski, mun hafa tekið slíku ástri við land og þjóð að sagan segir að hann ætli að kaupa hús á Íslandi.
AGS er lýst sem grýlu – og kannski er sjóðurinn það – en Franek þykir algjört ljúfmenni.