fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Eyjan

Útlendingar og íslenskar jarðir

Egill Helgason
Föstudaginn 26. ágúst 2011 09:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er athyglisverð hugmynd að reisa lúxushótel á Grímsstöðum á Fjöllum – þeim stað sem er hvað lengst frá þéttbýli á Íslandi.

Þarna er gríðarlega kalt á vetrum – en að sönnu er mikil kyrrð meðal fjallanna.

Þegar EES samningurinn var gerður var mikið talað um útlendinga sem myndu streyma hingað og kaupa upp íslenskar jarðir. Þetta var af mörgum talin aðalógnin.

Það fór ekki svo. Nokkru síðar hófu íslenskir peningamenn hins vegar stórfelld jarðakaup. Núorðið veit maður ekkert hver á sveitir Íslands.

En nú mætir semsagt kínverskur auðmaður til leiks og kaupir þessa jörð, undir hana heyrir gríðarmikið landsvæði. Og þá vakna áhyggjur af því hvað hann ætli að gera – sumt nokkuð blandið þjóðrembu.

Eitt umkvörtunarefnið varðandi nýtingaráætlun sem var sett fram um daginn snertir jarðeigendur sem vilja ekki að aðrir séu að skipta sér af því hvernig eða hvort þeir nýti orku í landi sínu. En nú er það svo að maður má ekki gera hvað sem maður vill við eignir sínar.

Ég bý í húsi í miðborg Reykjavíkur með nokkuð stórri lóð. En ég má ekki rífa húsið og byggja tuttugu hæða hótel – sem sjálfsagt gæti verið fjarska arðbært.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði