fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Eyjan

Enn einn frjóangi röskvukynslóðarinnar?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 25. ágúst 2011 08:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef lengi skrifað um að það sé pláss fyrir flokk á miðjunni, eða rétt hægra megin við hana. Flokk sem væri í ætt við til dæmis Venstre í Danmörku.

En það er spurning hvernig slíkur flokkur yrði til. Menn hafa hneigst til þess að halda að hann yrði klofningur úr Sjálfstæðisflokknum, en það er ekki víst að slíkt yrði farsælt. Tryggð Sjálfstæðismanna við flokk sinn er merkilega mikil – og þeir sem kljúfa flokkinn fá að finna til tevatnsins.

Guðmundur Steingrímsson boðar nú stofnun slíks flokks. Hann tekur nokkurn hóp Framsóknarmanna með sér, en samt ekki nógu stóran til að hægt sé að tala um klofning. Vinir Guðmundar og sálufélagar í pólitík eru flestir í Samfylkingunni. Þetta er fólkið sem var í háskólapólitíkinni undir merkjum Röskvu – Dagur B. Eggertsson, Kristján Guy Burgess, Róbert Marshall, Björgvin G. Sigurðsson. Sumir af þessum mönnum eru mjög vel heima í pólitískum plottum.

Það má spyrja hvort einhver af þessum mönnum geti hugsað sér að yfirgefa Samfylkinguna til þess að ganga til liðs við Guðmund. Það er ekki sérlega líklegt, en það er ljóst að þeir horfa á atburðarásina með velþóknun. Það er því ekki nema von að spurt sé hvort væntanlegur flokkur Guðmundar sé einhvers konar útibú frá Samfylkingunni –  enn einn frjóaangi röskvukynslóðarinnar sem flykktist þangað inn á sínum tíma (sem og í R-listann).

Össur Skarphéðinsson sagði eitt sinn að röskvukynslóðin myndi erfa landið.

Hvort þetta er nóg til að byggja nýjan flokk á er óvíst – grunnurinn virkar ekki sérlega breiður og það gæti verið torvelt að halda utan um flokksstofnun með einn mann á þingi og varla færri en 620 daga til kosninga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði