DV birtir athyglisverða samantekt um Perluna. Flestir geta verið sammála um að Perlan er ágætlega fallegt hús – eitt af kennileitum Reykvíkinga.
Á sínum tíma var það reyndar kynnt sem gjöf Orkuveitunnar til Reykjavíkur – það var dálítið langt gengið, það eru jú Reykvíkingar sjálfir sem eiga Orkuveituna og hafa borgað fyrir hana.
En eins og bent er á í greininni er Perlan tóm skel. Þar inni er veitingarrekstur sem gengur mjög misjafnlega. Húsið er rekið með tapi.
Að öðru leyti hefur ekki verið hægt að finna neina raunverulega starfsemi sem hentar í húsið, þarna hafa verið haldnir markaðir þar sem eru seldar bækur, mynddiskar, föt og sitthvað af því tagi.
Og nú á að reyna að selja Perluna. Maður sér ekki alveg hverjir væru til í að kaupa hana – nema þá á afar lágu verði.
Því það er vandséð hvað hægt er að gera við húsið – eru einhverjar hugmyndir?