Það er eins og himinn og jörð séu að farast vegna þess að Guðmundur Steingrímsson gekk úr Framsóknarflokknum.
Haturs- og reiðigusurnar ganga yfir Guðmund á bloggsíðum svo slettist í allar áttir. Eins og himinn og jörð séu að farast.
Nú má reyndar vel vera að Guðmundur hefði aldrei átt að ganga í Framsóknarflokkinn, að það hafi verið örlagamisskilningur.
Hann er altént langt frá þeim ungmennafélagsanda sem einkennir flokkinn nú. Og í raun er hann nokkuð langt frá föður sínum – sem var á móti bæði ESB og ESS.
Um Steingrím var sagt í litlu bréfkorni sem mér barst í morgun:
„Steingrimur talaði alla tíð til vinstri og brosti til hægri og var andsnúinn alþjóðahyggju og ESB.“