Þegar Össur Skarphéðinsson fer þess á leit að samningaviðræðum við Evrópusambandið sé hraðað til að hægt sé að kjósa um þá fyrir alþingiskosningar 2013 er það ekki af tómri ást á lýðræðinu.
Hann hlýtur reyndar að sjá sjálfur að mestar líkur eru á að aðildarsamningur verði felldur – hversu góður sem hann kann að vera.
En það er í raun ekki verra fyrir Samfylkinguna að þetta gerist fyrir næstu kosningar.
Þá myndi hún ganga heil til þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandið, en aðrir flokkar meira og minna klofnir – ef fer sem horfir.
Það gæti orðið mikið uppnám í Sjálfstæðisflokknum.
Guðmundur Steingrímsson segist ætla að stofna nýjan flokk og það er ekki alveg út í bláinn hjá Birni Bjarnasyni þegar hann nefnir að þetta sé plott innan úr Samfylkingu. Vina- og samherjahópur Guðmundar er mestanpart innanborðs í Samfylkingunni – og þar telja menn að nauðsyn að komi fram annar flokkur en Samfylkinginn sem styður aðild að ESB.