fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Eyjan

Tómarúmið á miðjunni

Egill Helgason
Mánudaginn 22. ágúst 2011 20:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef áður sagt að það gætu komið fram nokkrir nýir flokkar fyrir næstu alþingiskosningar – hvenær sem þær verða.

Þar geta náttúrlega verið einsmáls flokkar – til dæmis er ekki ósennilegt að líti dagsins ljós framboð sem tengist skuldavanda heimilanna.

Svo er það framboð á vinstri kantinum sem yrði helst beint gegn Vinstri grænum, það er einboðið að Lilja Mósesdóttir gæti leitt slíkan flokk.

Þjóðernissinnað framboð hægra megin, nokkurs konar Sannir Íslendingar. Nú virðist þó líta út fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn ætli að valda þá reiti.

Og svo er það frjálslynt framboð á miðjunni eða rétt hægra megin við hana. Miðjan er ansi tómleg eins og stendur.

Nú stígur Guðmundur Steingrímsson fram og vill stofna slíkan flokk. Hann er genginn úr Framsókn eftir fremur stutta vist í flokki föður síns og afa. Framsókn er augljóslega annar flokkur en hann gerði ráð fyrir.

Hingað til hafa flestir gert ráð fyrir því að frjálslyndur flokkur af þessu tagi yrði klofningur úr Sjálfstæðisflokknum. En hann þarf ekki að vera það. Hins vegar er ljóst að Guðmundar bíða ærin verkefni að breikka fylgisgrunninn ef flokksstofnunin á að takast hjá honum. Þar þurfa að koma við sögu Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn sem eru búnir að gefast upp á flokkum sínum – jú, og fólk sem hefur stutt Samfylkinguna – en ekki síst fólk sem er óflokksbundið.

Guðmundur gæti haft meira en eitt og hálft ár í þetta verkefni – og þá gæti þetta jafnvel orðið óþægilega langdregið – en svo er auðvitað möguleiki að ríkisstjórnin falli snögglega og boðað verði til kosninga með litlum fyrirvara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Finnum fyrir velvilja úti á landi – meiri andstaða í höfuðborginni

Framkvæmdastjóri N1: Finnum fyrir velvilja úti á landi – meiri andstaða í höfuðborginni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna