fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Eyjan

Menningarnótt, Harpa og ljósasjóið

Egill Helgason
Sunnudaginn 21. ágúst 2011 11:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líklega hefur aldrei verið fleira fólk á menningarnótt í Reykjavík. Ég hef aldrei séð annað eins mannhaf í bænum.

Maður sér eitt og annað á rölti sínu um bæinn – ég verð að játa að mér finnst þetta ekki góður dagur til að troðast inn í menningarhús.

Það er eiginlega skemmtilegast hvernig menningin fer út á göturnar á þessum degi – og maturinn líka.

Ég sá ekki betur en að þetta heppnaðist mjög vel í gær.

Ég er ekki dómbær á ólæti um nóttina, ég bý í Miðbænum og varð ekki var við neitt. Mér þykir yfirleitt ekki spennandi að vera á ferli í Miðbænum eftir miðnætti um helgar.

Það voru þrír stórtónleikar í bænum um kvöldið, í Hljómskálagarðinum, á Ingólfstorgi og á Arnarhóli. Kannski er þetta dálítið vel í lagt. Ég sá bresk/bandarísku hjómsveitina sem spilaði á Arnarhóli klukkan átta um kvöldið – ég er ekki viss um að margar sveitir hafi staðist henni snúning þetta kvöld. Hljóðfæraleikurinn var afar þéttur og þeir voru með hörku söngvara.

Það var hins vegar ekki sérlega vel til fundið að láta hundrað þúsund manns bíða eftir því að ljósin væru kveikt í Hörpu. Ólafur Elíasson er með allra frægustu listamönnum samtímans og maður þarf að skoða þetta verk hans vel. Fólkið bjóst líklega við því að húsið yrði stórkostlega uppljómað, en verkið er frekar mínimalískt. Virkar ekkert sérlega vel sem skemmtiatriði fyrir mikla mannmergð.

Ég er reyndar ennþá þeirrar skoðunar að hugmynd Jeans Nouvel að húsinu hafi verið betri en sú sem varð fyrir valinu. Nouvel vildi reisa annan hól – í ætt við Arnarhól – og þá hefði verið notað íslenskt torf og grjót. Það sem maður óttast helst við Hörpu er að hún sé forgengileg, að byggingarefnin séu ekki nógu sterk til að standast veðrin og saltið þarna norður á hafnarbakkanum og að þetta verk Ólafs sem var birt fólki í gær muni drabbast niður.

En ég ætla að fara niður á höfn og skoða þetta betur við tækifæri. Það var ekki alveg staður og stund í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Finnum fyrir velvilja úti á landi – meiri andstaða í höfuðborginni

Framkvæmdastjóri N1: Finnum fyrir velvilja úti á landi – meiri andstaða í höfuðborginni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna