fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Eyjan

Tré ársins

Egill Helgason
Laugardaginn 20. ágúst 2011 13:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ýmsu taka menn upp á.

Og sumt er ágætt.

Eins og til að útnefna borgartré ársins.

Það er líklega mesta breytingin sem hefur orðið í Reykjavík að hér eru tré út um allt.

Þegar amma mín, sem var norsk, kom fyrst til Íslands 1928 gekk hún oft upp á Grettisgötu til að skoða tré sem var þar. Annars voru eiginlega engin tré í Reykjavík – eins og sjá má á myndum.

Tréð sem varð fyrir valinu er í gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu, er af tegundinni Evrópulerki, áttatíu ára gamalt og tíu metra hátt. Það hefur semsagt verið gróðursett stuttu eftir að amma var að skima eftir trjám í bænum.

Annars kannast ég ágætlega við þetta tré, er alinn upp rétt hjá kirkjugarðinum og þekki þar hvern krók og kima.

Ég hef mörgum sinnum klifrað upp í það, það var reyndar ágæt íþrótt í eina tíð að klifra í tréð, sitja í greinum þess og spjalla. Það var líka reynandi að fara með stelpur í kirkjugarðinn og klifra upp í tréð til að ganga í augun á þeim.

borgartre2011_jpg_475x600_sharpen_q95

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Finnum fyrir velvilja úti á landi – meiri andstaða í höfuðborginni

Framkvæmdastjóri N1: Finnum fyrir velvilja úti á landi – meiri andstaða í höfuðborginni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna