Jakob Augstein skrifar í Der Spiegel um heim þar sem allt er komið á hvolf. Þar sem breskir íhaldsmenn eru farnir að tala um „brotið samfélag“ – Margaret Thatcher talaði um að það væri ekki til neitt sem héti samfélag, bara einstaklingar og fjölskyldur. Þar sem hægrimenn eru búnir að missa trúna á hinn frjálsa markað, þar sem orðið vinstri er slitin klisja og öfgaflokkum til hægri vex ásmegin.