fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Eyjan

Ekki eyland

Egill Helgason
Miðvikudaginn 17. ágúst 2011 10:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Efnahagsstefnan sem hér hefur verið rekin frá því eftir hrun er að lenda í ógöngum.

Vaxtahækkun Seðlabankans er til marks um það. Að hækka vexti í hagkerfi þar sem umsvif eru í lágmarki hljómar eins og geggjun – alls staðar á Vesturlöndum eru vextir mjög lágir. En menn hafa ekki stjórn á verðbólgunni, þrátt fyrir hægaganginn í hagkerfinu og gjaldeyrishöftin.

Það tekst ekki að koma á hallalausum fjárlögum eins og gert hafði verið ráð fyrir í áætlun Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Við blasir meiri niðurskurður og meiri skattahækkanir.

Seðlabankinn vill kaupa krónur á yfirgengi, 210 krónum og býður ríkisskuldabréf, en viðtökurnar eru nánast engar. Bankinn vildi kaupa 72 milljónir evra á þessu gengi, en fékk 3 milljónir. Þetta sýnir að traustið er ekki mikið – er raunverulegt gengi krónunnar enn lægra en þetta?

En auðvitað ræður ástandið erlendis miklu um hvernig Íslendingum reiðir af. Ef verður annað efnahagshrun, eins og hefur jafnvel verið spáð, munu Íslendingar sogast með. Það getur ekki farið öðruvísi. Við erum lítil eyja norður í höfum, en í efnahagslegum skilningi erum við ekki eyland – jafnvel þótt við höfum krónuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Brynjar er einsamall í hópferð erlendis – „Fullkomlega stjórnlaust“

Brynjar er einsamall í hópferð erlendis – „Fullkomlega stjórnlaust“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Breytingar í framkvæmdastjórn Póstsins – Eymar og Benedikt ráðnir

Breytingar í framkvæmdastjórn Póstsins – Eymar og Benedikt ráðnir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna
Eyjan
Fyrir 1 viku

María Mjöll afhenti Macron trúnaðarbréf sitt

María Mjöll afhenti Macron trúnaðarbréf sitt