Einn vandinn við matvælamarkaðinn á Íslandi birtist í orðum forstjóra Sláturfélags Suðurlands.
Hann segir að það sé enginn kjötskortur, SS eigi nóg af marineruðu og frosnu kjöti.
En fólk er upp til hópa farið að gera aðrar kröfur en áður. Það er ekki jafn spennt fyrir vakúmpökkuðum matvælum í kæli- og frystiskápum.
Það vill gjarnan borða lambakjöt, en það vill vita hvar og hvernig það var alið. Og það vill helst ekki hafa plastbragð af því.
Og það er öruggt að það þýðir ekki að flytja út marineraða vakúmpakkaða kjötið.
Íslensk náttúra gefur af sér talsvert af góðum mat – en því miður er matvælaframleiðslan hér ekki á pari við það.