fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Eyjan

Alvarlegur misskilningur

Egill Helgason
Fimmtudaginn 11. ágúst 2011 19:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumarliði Einar Daðason setti þessa athugasemd hér á vefinn í dag, í umræðum um grein Þórðar Snæs Júlíussonar sem birtist í Viðskiptablaðinu:

„Meðal ástæðna fyrir því að gull er verðmætt er af því það eldist vel miðað við önnur efni og viðheldur eiginleikum sínum lengur enn annað. Almennt er viðurkennt að allt rýrnar. Fólk eldist, viður fúnar, matur rotnar o.s.frv.

Einhverra hluta vegna eru íslendingar búnir að koma sér upp kerfi sem á að vera skothelt fyrir rýrnun og jafnvel skila arðsemi. Þetta er kallað verðtrygging. Oft eru rökin sú að sá sem fær einn hest að láni eigi að skila nákvæmlega sama hesti í nákvæmlega sama ástandi eftir fimm ár – og borga fyrir afnotin að auki. Í hinum fullkomna heimi þar sem ekkert rýrnar eða eldist væri þetta kannski sanngjarnt.

Hins vegar mun hesturinn eldast og rýrna hvort sem einhver notar hann eða ekki. Það sama gildir um fasteignir og annað sem er á jörðinni.

Sá sem á mikla peninga, eða marga hesta, á að fagna því að einhverjir vilja taka þátt í því að minnka rýrnun hans á eignum og vera til staðar þegar viðkomandi eldist.

Áður fyrr voru vextir hugsaðir sem hóvær og sanngjörn umbun sem báðum aðilum þóknaðist.

Hér á Íslandi er þetta misskilið alvarlega. Okurvextir voru ekki nægir heldur þurfti að setja á verðtryggingu líka. Kerfið er komið svo langt frá upprunalegu hlutverki að fáir hafa hugmynd um tilgang þess. Upplýst og tæknivætt samfélag eins og okkar, ætti að hafa alla burði til þess að sjá hvert þetta stefnir: þetta endar þannig að fámennur hópur eignast allt og almúginn gerir uppreisn þegar ekkert annað er í boði. Svona er mannkynssagan búin að vera og samt er þetta að gerast aftur og aftur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk