Bjarni Benediktsson segir að hér hafi ekki verið minni fjárfestingar síðan 1944.
En það er ákveðið vandamál með fjárfestingarnar. Það er sáralítið hérna sem útlendingar vilja eða geta fjárfest í.
Nema orkan og það sem tengist henni.
Og innan ríkisstjórnarinnar er ágreiningur um hvernig eigi að fara með slíkar fjárfestingar. Þar er allt fast. Það er verið að ræða um að selja hluti í bönkunum til að afla fjár, en það er ekki á vísan að róa.
Ætli sé mikill áhugi á að kaupa í þeim?