fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Eyjan

Laxveiði-omerta

Egill Helgason
Fimmtudaginn 11. ágúst 2011 10:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er í laxveiðum sem íslenska karlasamfélagið nær saman. Bondar eins og það heitir á vondu máli.

Á árbakkanum eða í hlýju veiðihúsanna.

Þetta hefur verið svona lengi. Kolkrabbinn var eilíflega að veiða lax og sömuleiðis bankastjórar gömlu ríkisbankanna.

Svo kom útrásin og þá keyptu nýeinkavæddu bankarnir og og eignarhaldsfélögin upp veiðidaga í öllum fínu ánum, buðu vinum og vildarvinum.

En eins og Bubbi segir þá má ekki kjafta frá því með hverjum maður veiðir lax.

Það varð til dæmis uppi fótur og fit á Stöð 2 hér um árið þegar kom á daginn að Geir Haarde, sem þá var fjármálaráðherra, hafði farið að veiða lax í boði Kaupþings. Frá þessu mátti helst ekki segja og það skildi stjórn fyrirtækisins. Það var brot á þagnarskyldu karlasamfélagsins, omertunni eins og það heitir á máli samtaka sem starfa suður í löndum.

.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk