Samkvæmt könnun sem gerð var á tekjudreifingu í London í fyrra hafa kjörin ekki verið ójafnari síðan á tíma þrælahalds.
Ójöfnuður er hvergi meiri í hinum þróaða heimi.
Auðugustu tíu prósent íbúanna eru 273 sinnum ríkari en snauðustu tíu prósentin.
Seumas Milne nefnir þetta í grein um óeirðirnar á Englandi í grein sem birtist í Guardian. Og eins og hann bendir á er auðveldast fyrir stjórnmálamenn að segja að þetta sé bara spurning um tilefnislaust ofbeldi og glæpi – þá þurfi þeir ekki að svara erfiðum spurningum eða taka ábyrgð.