fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Eyjan

Getur ríkisstjórnin orðið óvinsælli?

Egill Helgason
Þriðjudaginn 9. ágúst 2011 11:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef verið þeirrar skoðunar að ríkisstjórnin hjari áfram þrátt fyrir að raðir stjórnarliða séu orðnar þunnar.

Hækkanir á skatti á matvæli gætu hins vegar gert hana ennþá óvinsælli en nú er – ef það er þá hægt.

Stjórnin á ærið verkefni fyrir höndum við að koma næstu fjárlögum í gegn – og það má ekkert út af bera. Ef einn þingmaður í viðbót fer fyrir borð er stjórnin fallin.

Það vantar meiri verðmætasköpun í samfélagið – og skortur á henni gæti farið að valda óróa í stjórnarliðinu. Það er ekki nóg að halda krónugenginu lágu til að afgangur sé af sjávarútvegnum, skera niður og skattleggja og láta stóran hluta fyrirtækjanna í landinu vera í eigu banka.

Þetta er ekki efnahagsstefna sem dugir til frambúðar, en hins vegar er skynsamlegt hjá Steingrími J. að horfast í augu við það að halli verður áfram á ríkissjóði. Það er einfaldlega ekki gerlegt að ná honum niður á svona stuttum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk