fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Eyjan

Þorsteinn: Ekkert skjól

Egill Helgason
Laugardaginn 6. ágúst 2011 09:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Pálsson skrifar athyglisverða grein í Fréttablaðið í dag og fjallar meðal annars um íslensku krónuna og fjármálakreppuna í Evrópu. Niðurlag greinarinnar er svohljóðandi:

„Kjarni málsins er sá að falli evran hrynur krónan. Það veitir því ekkert skjól að standa utan myntbandalagsins. Heimilin eru hins vegar varnarlausari hér vegna verðtryggingar og fyrirtækin veikari vegna hafta. Gengishrunið hefur fært peninga frá almenningi til útflutningsfyrirtækja en ekki aukið hagvöxtinn. Í ýmsum evruríkjum hefur verið meiri hagvöxtur en hér.

Evruríkin þurfa sannarlega að sætta sig við harða kosti í ríkisfjármálum á komandi tíð, sérstaklega þau sem eru skuldug eins og Ísland. Ætli Ísland að standast viðskiptalöndunum snúning með eigin sjálfstæða mynt verður ekki komist hjá enn harðari aðgerðum hér. Það kostar einfaldlega meira að verja stöðugleika í örsmáu peningakerfi en leiða myndi af þátttöku í stærri heild.

Enginn fullveldisréttur losar okkur því undan harkalegum ríkisfjármálaaðgerðum á næstu árum nema við ætlum að gefa stöðugleikamarkmiðið og samkeppnisstöðuna eftir. Það þýðir lakari lífskjör. Evruandstæðingar benda enda ekki á neinn annan kost í ríkisfjármálum en þann sem þýsk stjórnvöld hafa talað fyrir; eða er það?

Lækkun hlutabréfa á mörkuðum í Ameríku, Asíu og Evrópu í vikunni kallar enn frekar á endurmat peningastefnunnar, aukið aðhald í ríkisfjármálum og skýra hagvaxtarstefnu en ekki afturköllun aðildarumsóknarinnar. Spurningin um varaplan brotni evrópska myntbandalagið upp snýst um það hvort við viljum fylgja Þjóðverjum eða ríkjum eins og Grikklandi inn í óvissa framtíð. Þeir sem tala eins og við séum eyland í peningamálum fara hins vegar villur vegar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum