Der Spiegel skrifar að hægri öfgamenn í Evrópu finni bandamenn í – af öllum stöðum – Ísrael. Þar séu á ferðinni meðlimir í ríkisstjórn Benjamíns Netanyahu, en einnig hafa myndast tengsl við landtökumenn sem standa í stríði við Palestínumenn.
En Torbjörn Jagland, formaður norsku nóbelsnefndarinnar og fyrrverandi forsætisráðherra, segir að evrópskir leiðtogar þurfi að gæta orða sinna þegar þeir tala um fjölmenningu og innflytjendur – annars séu þeir að leika sér að eldi.