fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Eyjan

Tyrkland og mótsagnirnar

Egill Helgason
Laugardaginn 30. júlí 2011 15:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tyrkland er mótsagnakennt land, enda er sagt að þar togist austrið og vestrið á.

Hershöfðingjar í tyrkneska hernum hafa sagt af sér í mótmælaskyni við Erdogan forsætisráðherra og stjórn hans. Tyrkneski herinn er veraldlegur, undir sterkum áhrifum frá Bandaríkjunum, hershöfðingjar hafa setið í eins konar yfirríkisstjórn með helstu stjórnmálamönnum þar sem er í raun gert út um hugmyndafræðilegan ágreining við stjórn ríkisins. Stundum hefur tyrkneski herinn tekið völdin þegar upplausn ríkir í samfélaginu, hann lítur á sig sem útvörð gegn því að íslamstrú nái of sterkum ítökum í samfélaginu.

En nú er stjórn ríkisins í höndum flokks Erdogans sem er íslamskur að upplagi. Maður skyldi þá ætla að íslömsk gildi streymdu um samfélagið. En það er ekki víst. Mikill hagvöxtur hefur verið í Tyrklandi og vestræn neyslumenning er í mikilli sókn. Fólk flytur úr sveitum landsins til að komast í tæri við hana. Í sumum Istanbul og í bæjum og borgum meðfram ströndum landsins er í raun fátt sem minnir á íslam. Jú, það eru moskur og bænaköll, en fólk klæðir sig að vestrænum sið, neytir að vestrænum sið, drekkur áfengi. Flóttinn úr sveitunum er svo mikill að íbúatala Istanbul hefur þrefaldast á þrjátíu árum.

En flokkur Erdogans er samt fylgjandi íslamstrú – og herinn tortryggir hann. Efnahagsstefna Erdogans hefur skilað miklum árangri, hann hefur bætt samskiptin við Grikkland, en á sama tíma hefur Tyrkland fjarlægst Ísrael – sem getur verið afdrifaríkt. Hann er gagnrýndur fyrir að loka stjórnarandstæðinga inni, beita ritskoðun og þagga niður í blaðamönnum.

En Tyrkland er furðulegt land. Átrúnaðargoð þjóðarinnar er sem fyrr Kemal Ataturk – faðir Tyrkjanna. Það var Kemal sem átti stærstan þátt í að stofna Tyrkland úr rústum Ottómanveldisins eftir fyrri heimstyrjöldina og stríð gegn Grikkjum. Kemal var trúlaus, hann tók upp latínuletur, lét loka trúarskólum, boðaði kvenfrelsi. Skipaði Tyrkjum að taka upp evrópskan klæðaburð.

Myndir og styttur af Kemal eru alls staðar í Tyrklandi, á götum úti, í verslunum, á flugvöllum, í skólum. Ég ók um daginn eftir einni helstu götunni sem liggur meðfram Bosporussundi – á margra kílómetra kafla héngu uppi ljósmyndir frá ýmsum tímum í lífi hans. Það eru lög gegn því að óvirða nafn hans – og þeim er beitt. Kemal var upprunalega hershöfðingi og þar er herinn sem telur sig helsta gæslumann hugmynda hans. Og þótt flokkur Erdogans sé íslamskur að upplagi forðast hann líka að ganga í berhögg við arfleið Kemals, trúleysingjans og upplýsingarmannsins.

450px-Cumhuriyet_AnitiMinnismerki um Kemal Ataturk á Taksim torgi í Istanbul.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum