Það er mikið af rugluðu liði í heiminum og margt af því er sífellt að hrópa á athygli okkar í gegnum internetið.
Nei – þegar þjóðfélagsumræða er annars vegar er internetið ekki alltaf til bóta.
Glenn Beck, útvarps- og sjónvarpsmaðurinn bandaríski, líkir sumarbúðunum á Úteyju þar sem hin skelfilegu fjöldamorð voru framin við Hitlersæskuna.
En Webster Tarpley, landi hans, stjórnmálaskýrandi og bókarhöfundur, heldur því fram að morðárásirnar í Noregi séu samsæri, kannski til að refsa Norðmönnum fyrir utanríkisstefnu sína og fyrir að hætta að vera með í Líbýu.
Webster Tarpley kom til Íslands eftir kreppuna og flutti speki sína. Og jú, ég verð að játa – hann kom í Silfur Egils. Það telst varla vera ein af glæstustu stundum þess þáttar. En talaði líka á fundum og hitti ráðamenn.