fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Eyjan

Erfitt að nefna nafnið

Egill Helgason
Sunnudaginn 24. júlí 2011 09:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einhvern veginn er það síðasta sem maður vill gera að hlusta á útskýringar norska ódæðismannsins á verkum sínum. Hann getur sjálfsagt réttlætt þetta í löngu máli – það verður óskaplegt að hlusta á það. Eins og stendur treystir maður sér varla til að nefna nafnið hans.

Noregur er réttarríki, hann verður dreginn fyrir dóm, og væntanlega dæmdur í lífstíðarfangelsi. Réttarhöldin munu vekja mikla athygli. Sumum finnst hann ábyggilega verðskulda dauðarefsingu – en henni er ekki beitt á Norðurlöndunum. Réttarhöldin eiga eftir að verða mjög erfið fyrir Norðmenn.

Við vitum að hann er hægriöfgamaður, ofsafenginn þjóðernissinni, sem hatast við innflytjendur, múslima, Verkamannaflokkinn. Það verður deilt um hvaða ályktanir á að draga af þessu. Sumir munu segja að þarna sé ráðist gegn fjölmenningarsamfélaginu – jú, og sjálfu lýðræðinu. Aðrir gætu sagt að það sé varla hægt að láta eins og pólitík sé aðalatriði í þessu. ódæðismaðurinn hafi líkast til verið einn að verki – verknaðurinn sé sprottinn úr hugarheimi hans og margir hafi slíkar skoðanir án þess að þeir grípi til vopna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum