fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Eyjan

Lifi lýðræðið!

Egill Helgason
Laugardaginn 23. júlí 2011 13:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður verður stundum þunglyndur yfir því hvað fólk umgengst gildi lýðræðisins af mikilli lítilsvirðingu. Það hefur verið sagt að þegar fólk lifir við velmegun í langan tíma fari það að óska eftir ófriði – bara út úr tómum leiða.

Hér á Vesturlöndum búum við í hinu opna samfélagi sem Popper skrifaði um. Það er alls ekki sjálfgefið. 1941 voru einungis eftir þrjú lýðræðisríki í Evrópu. Annars staðar ríkti einræði. Það var háð heimsstyrjöld til að losna undan okinu.

Þetta eru ekki fullkomin samfélög, en þau eru betri en önnur sem hafa þekkst á jörðinni. Churchill sagði að lýðræðið væri versta stjórnskipun sem væri til – fyrir utan allar hinar sem hefðu verið reyndar. Vandi okkar tíma er sá helstur að fjármálafyrirtæki og auðhringar hafa of mikil áhrif. Víða ríkir of mikill ójöfnuður. Og ástand umhverfismála er ekki gott. En þetta eru mál sem er líklegra að sé hægt að leysa innan lýðræðiskerfisins, en með allsherjar upplausn.

Ég verð oft undrandi á því hversu margir virðast telja lausnina á vandamálum heimsins felast í hruni sem loks muni leiða til þess að reist verði ný og betri samfélög. Sporin hræða. Það varð hrun 1929 – í kjölfarið fylgdi langvarandi ófriður út um allan heim.

Tilræðismaðurinn í Osló vill fá að skýra mál sitt. Hann telur semsagt að það sé vit í því sem hann gerði – hann sé fulltrúi einhver málstaðar. Skoðanir eins og hann hefur má sjá víða á bloggsíðum – en sem betur fer nota fæstir vopn til að vinna þeim fylgis.

Það er náttúrlega ákveðin hætta á að eftirhermur láti til skarar skríða.

Á  móti þessu teflum við gildum lýðræðisis: Frelsi, jafnrétti, mannréttindum, umburðarlyndi, skýlausri virðingu fyrir mannslífum. Á svona stundum erum við minnt á gildi þessa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum