Manni verður hálf bumbult þegar maður sér málflutning eins og þennan – að á Íslandi hafi fólk verið tekið fram yfir fjármálastofnanir. Þetta eru menn sem vita ekkert hvað þeir eru að tala um.
Staðreyndin er að fórnarkostnaðurinn vegna hrunsins er óskaplegur.
Og felst meðal annars í gríðarlegum eignabruna, stökkbreyttum lánum, launaskerðingu, atvinnuleysi, landflótta og hruni gjaldmiðilsins sem er ekkert að rétta út kútnum. Íslenskur almenningur hefur verið að borga og borga síðan í hruninu.
Og bankarnir íslensku fóru einfaldlega á hausinn vegna þess að það var ekki hægt að bjarga þeim, en það er samt enn verið að dæla fé í þá.