fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Eyjan

Skrítið kerfi

Egill Helgason
Þriðjudaginn 19. júlí 2011 17:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sauðfjárbúskapur á Íslandi er alls góðs maklegur – hann hefur verið stundaður hér frá uppruna byggðar – og afraksturinn er gæðavara sem á að geta spjarað sig vel á markaði.

En kerfið er skrítið kerfi.

Nú er skortur á dilkakjöti á Íslandi.

Ástæðan er sú að svo mikið er flutt út af kjöti.

Íslendingar borga stórar fjárhæðir með sauðfjárræktinni. Hún er styrkt í bak og fyrir.

Og það eru feikimiklar takmarkanir á kjötinnflutningi til að venda sauðfjárrætktina.

En grundvöllurinn fyrir þessu er eiginlega brostinn ef framleiðslan er flutt út. Þá erum við að niðurgreiða kjöt í stórum stíl ofan í útlendinga.

Nú stendur líka til að hækka kjötið um 25 prósent. Það er reyndar mjög skiljanlegt að bændur vilji fá meira fyrir afurðir sínar – og það er sjálfsagt að þeir herji á milliliðina sem eru að sliga kerfið.

Talsmenn sauðfjárbænda segja að þeir vilji hækka í samræmi við það sem hefur gerst á heimsmarkaði. En fyrir íslenska neytendur er það skrítin staða – því þeir eru ekki tengdir við heimsmarkaðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hnýta í Ingu vegna hjásetunnar en hún segist hafa sparslað í götin

Hnýta í Ingu vegna hjásetunnar en hún segist hafa sparslað í götin