Ef ég skil rétt heldur forseti Íslands málskotsrétti sínum samkvæmt drögum að nýrri stjórnarskrá sem Stjórnlagaráð hefur birt.
Og það er bætt rækilega í.
Þriðjungur alþingismanna á að geta krafist þjóðaratkvæðagreiðslu eftir að lagafrumvörp hafa verið samþykkt.
Sem og fimmtán prósent kosningabærra manna.
Einnig eru ákvæði um að tvö prósent kjósenda geti tekið sig saman og lagt frumvarp um eitthvert málefni fyrir Alþingi.
Þetta eru semsagt stór skref í átt til beins lýðræðis – og spurning hvort sumum muni ekki þykja of langt gengið.
15 prósent kjósenda eru um 30 þúsund manns.