fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Eyjan

Það þarf nýtt Bretton Woods

Egill Helgason
Föstudaginn 15. júlí 2011 17:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er skelfilegt hvað efnahagskerfi heimsins eru viðkvæm.

Það nötrar allt vegna Grikklands, sem er smáríki með ellefu milljón íbúa. En bankar hafa lánað þangað stórar fjárhæðir og svo eru aðrar fjármálastofnanir sem hafa tryggt þessar skuldir.

Það er talað um að vandinn frá Grikklandi breiðist út, og í vikunni var röðin komin að Ítalíu. Um tíma óttuðust menn hrun vegna Ítalíu, en svo bjargaðist það í bili og nú er ítalska þingið búið að samþykkja niðurskurðarfjárlög.

Matsfyrirtækin lækka einkunnir ríkja til vinstri og hægri, og allir virðast hafa gleymt því að þau gáfu bönkum vestan hafs og austan bestu meðmæli rétt áður en þeir hrundu.

Í Bandaríkjunum tala menn um yfirvofandi hrun vegna þess að forsetinn kemur ekki í gegn áformum um að hækka skuldaþak ríkisins. Ef það tekst ekki er sagt að það geti ekki staðið við skuldbindingar sínar.

Þetta er óþolandi ástand, og ekki bætir úr skák að fjölmiðlun nútímans er slík að allar fréttir berast um heimsbyggðina á örskotsstundu – og að vegna þess hvað fjölmiðlunin er linnulaus er stundum erfitt að sjá hlutina í samnhengi, greina aðalatriði frá aukaatriðum.

Suma dreymir um að þetta kerfi hrynji einfaldlega og að nýtt verði byggt upp. Það kann þó að vera hættulegur draumur. Efnahagshrunið 1929 leiddi miklar skelfingar yfir mannkynið. Við höfum þrátt fyrir allt lifað mikla velmegunartíma og miðað við það sem oft hefur verið áður er friður í veröldinni. Besta vonin er að hægt verði að gera umbætur á efnahagskerfinu sem gætu dugað til langframa, ekki ólíkt Bretton Woods kerfinu sem var komið á í stríðslok. Það reyndist mjög farsælt.

Eftir hörmungar stríðsins skildu stjórnmálamenn að nauðsyn var að koma á stöðugleika. En aðstæður í veröldinni eru aðrar, víða ráða skammtímasjónarmið og sérhagsmunir, svo maður er ekki alltof vongóður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Óvissa með Cole Palmer
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hnýta í Ingu vegna hjásetunnar en hún segist hafa sparslað í götin

Hnýta í Ingu vegna hjásetunnar en hún segist hafa sparslað í götin