fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Eyjan

Sævar

Egill Helgason
Fimmtudaginn 14. júlí 2011 17:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég kynntist Sævari Ciecielski eftir að hann slapp úr fangelsi á níunda áratugnum.

Ég man að rétt eftir það sátum við Illugi á Gauknum með Sævari og ónefndum alþingismanni.

Mér fannst það skemmtilegt. Alþingismaðurinn, við drykkfelldu ungu blaðamennirnir og frægasti sakamaður Íslands.

Sú frægð hefur ábyggilega reynst Sævari þung í skauti.

Sævar hélt alltaf fram sakleysi sínu. Hann barðist fyrir að sanna það. Svo ótalmargt hefur komið fram sem sýnir að málatilbúnaðurinn var hreint hneyksli – nú síðast bók Hauks Guðmundssonar, fyrrverandi rannsóknarlögreglumanns í Keflavík.

Sævar mun ekki upplifa að mál hans verði tekið upp að nýju. En það breytir því ekki að það er vel hægt að taka málið upp – og veita Sævari uppreisn æru ef sú verður niðurstaðan.

Sævar átti erfitt líf og deyr fyrir aldur fram. Síðustu árin gaf hann sig vímunni á vald, dvaldi aðallega í Kaupmannahöfn. Blessuð sé minning hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Óvissa með Cole Palmer
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hnýta í Ingu vegna hjásetunnar en hún segist hafa sparslað í götin

Hnýta í Ingu vegna hjásetunnar en hún segist hafa sparslað í götin