fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Eyjan

Syntagma

Egill Helgason
Fimmtudaginn 14. júlí 2011 22:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég fór á Syntagmatorg í Aþenu í gærkvöldi og í morgun.

Þar eru ennþá tjaldbúðir mótmælenda. En þær eru orðnar nokkuð sjúskaðar og krafturinn virtist ekkert sérlega mikið.

Þarna er talsvert af anarkistum, en líka tjald þar sem flaggað Palestínufánanum og annað þar sem er flaggað með gamla konungsfánanum og fána býsantínska veldisins.

Það eru opin ræðuhöld á palli og svo var sungið fram á nóttina.

En kaffihúsin voru líka opin og þarna fóru um karlar að selja lottómiða.

Það er þó ljóst að  mótmælin geta gosið upp aftur með litlum fyrirvara. Maður sér að ástandið í Aþenu er ekki gott. Það er mikið um lokaðar búðir, tómt verslunarhúsnæði og veitingahús sem hafa lagt upp laupana.

Grikkir gengu í gegnum langvarandi góðæri sem reyndist vera falskt og fyrst og fremst byggt á ódýru lánsfé. Eftirstöðvarnar eru býsna hrikalegar. Það eru ýmsar hugmyndir á lofti og þær eru kannski ekki allar jafn gáfulegar.

Einn maður sagði við mig að þetta væri samsæri til að ná auðlindum Grikklands, olíu, gulli, málmum og fleiru.

Ég sagði einmitt – og lét þar við sitja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Óvissa með Cole Palmer
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hnýta í Ingu vegna hjásetunnar en hún segist hafa sparslað í götin

Hnýta í Ingu vegna hjásetunnar en hún segist hafa sparslað í götin