fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Eyjan

Mál Strauss-Kahn tryggir lélegum forseta endurkjör

Egill Helgason
Miðvikudaginn 13. júlí 2011 06:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mál Dominique Strauss-Kahn veldur því að Nicolas Sarkosy, sem þykir lélegur og óvinsæll forseti, verður áfram í embætti. Strauss-Kahn þótti mjög líklegur til að velta forsetanum.

Eva Joly sigraði glæsilega í forvali græningja, en hún á ekki möguleika. Framboð hennar er heldur ekki hugsað með þeim hætti, hún er einfaldlega í baráttunni til að vekja athygli á málstað græningjanna.

Ég hef áður skrifað um að þrjár konur gætu verið á móti Sarkozy, Eva Joly, Marina Le Pen og Martine Aubry.

Marine Le Pen er dóttir hins gamla leiðtoga Þjóðfylkingarinnar, Jean Marie Le Pen, en hún er hefur klætt boðskapinn í neysluvænni búning. Stefnan er vond, en Marine er klár stjórnmálamaður.

Martine Aubry er stórmerkileg kona, og í raun prýðilegt forsetaefni. Hún er dóttir Jacques Delors, sem eitt sinn var framkvæmdastjóri Evrópusambandsins. En hún virðist heldur ekki eiga mikla möguleika – kannski er hún ekki nógu mikill ræðuskörungur, kannski vilja Frakkar ekki konu sem forseta. Aubry er núverandi formaður Sósíalistaflokksins, hins gamla flokks Mitterrands.

Í staðinn er það Francois Hollande, fyrrverandi formaður Sósíalistaflokksins, sem helst virðist skáka Sarkozy í skoðanakönnunum. Hollande á samt tæplega möguleika í kosningunum. Hann þykir heldur léttvægur stjórnmálamaður.

Í Frakklandi er kosið milli allra frambjóðenda í fyrri umferð forsetakosninga, en á milli tveggja efstu í síðari umferðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Óvissa með Cole Palmer
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hnýta í Ingu vegna hjásetunnar en hún segist hafa sparslað í götin

Hnýta í Ingu vegna hjásetunnar en hún segist hafa sparslað í götin