fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Eyjan

Í belg og biðu

Egill Helgason
Föstudaginn 8. júlí 2011 21:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er held ég nokkuð fjarri lagi að halda því fram að vinstri menn stjórni umræðunni á Íslandi.

Stærstu dagblöðin tvö lúta til dæmis ritstjórn manna úr Sjálfstæðisflokknum.

Að öðru leyti veit ég ekki til þess að stjórnendur fjölmiðla á Íslandi séu sérstaklega flokksbundnir.

Það er líka spurning hvar hægrið er í pólitíkinni? Sumir segja þessa dagana að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sé eindregnasti talsmaður hægristefnu á Íslandi.

Á móti hefur mér sýnist manni Styrmir Gunnarsson sé kominn býsna langt til vinstri. Hann virðist vera á nokkurn veginn sama stað í pólitík og gamli vinur hans, Ragnar Arnalds.

En er Ragnar Arnalds vinstrimaður?

Þorvaldur Gylfason er oft flokkaður með vinstri mönnum, en ég veit ekki betur en að hann sé eindreginn talsmaður frjálsrar verslunar, hafi verið einkavæðingarsinni um langt skeið og vilji leggja á skólagjöld.

Er það til hægri eða vinstri að vera á móti Evrópusambandinu? Hægrimenn eru við völd víðast hvar í Evrópu. Og landbúnaðurinn – er það til hægri eða vinstri að vilja ekki breyta því? Hvað þá með kvótakerfið – er andstaða gegn því hægra eða vinstra mál? Endurreisn bankanna? Aðkoma Alþjóða gjaldeyrissjóðsins?

Þetta er einhvern veginn allt í belg og biðu og snýst meira um persónur og gamla flokkadrætti en hugmyndir, hugsjónir, vinstri eða hægri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði