Það er fullkomlega eðlilegt að Guðbjartur Hannesson heilbrigðisráðherra biðli til Norðmanna um að taka ekki frá okkur læknana.
Það er sagt að Norðmenn gætu hæglega gleypt íslensku heilbrigðisþjónustuna í einu lagi.
Noregur er miklu ríkara land en Ísland. Við munum seint geta keppt við Norðmenn í velmegun – eða launum. Þeir hafa olíuna og gasið.
Þannig að þessi þróun getur verið okkur mjög erfið. Ein leiðin væri náttúrlega að flytja inn lækna frá löndum þar sem launin eru lægri en hér. Talsverður hluti af heilbrigðisþjónustunni í Bretlandi er mannaður af læknum frá Indlandi og Pakistan.