fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Eyjan

Spillingarkerfi grísku stjórnmálaflokkanna

Egill Helgason
Þriðjudaginn 5. júlí 2011 19:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gríska ríkisbáknið er skelfilega stórt – miklu stærra en landið þolir. Í sumum geirum nánast margfalt á við það sem má komast af með.

Það er ekki endilega við lágt setta ríkisstarfsmenn að sakast, laun þeirra eru léleg – og þegar menn tala um að þeir fari snemma á eftirlaun er um að ræða upphæðir sem þættu harla lítilfjörlegar norðar í álfunni.

Margir ríkisstarfsmenn eru líka í annarri vinnu – öðruvísi ná þeir ekki að framfleyta sér.

En það er stjórnmálakerfið sem er hið raunverulega krabbamein í grísku samfélagi. Fólk fær framgang í lífinu með því að tilheyra stjórnmálaflokkum (við þekkjum þetta náttúrlega á Íslandi líka) – og þeir útdeila embættum og gæðum ríkisins til flokksmanna. Þeir maka krókinn – margir auðgast verulega.

Heilu fjölskyldurnar aðhyllast stjórnmálaflokka mann fram af manni, ekki vegna hugmynda eða hugsjóna, heldur vegna þess að þeir skaffa.

Því verður ekki komist hjá því að skera gríska ríkið rækilega niður. Þar liggur rót vandans, ekki í bankakerfinu eða ESB. Þetta kerfi er algjörlega ósjálfbært, en því miður verður erfitt að ráða niðurlögum þess.

Jafnframt þykir mjög erfitt fyrir einkaframtakið að þrífast í Grikklandi. Samkvæmt samanburðartölum eru ríkið þar mjög fjandsamlegt erlendri fjárfestingu – það er erfitt að stunda viðskipti í landinu nema maður sé inn undir í stjórnmálaflokkunum og spillingarkerfi þeirra.

Það þarf því ekki að vera neinn harmleikur þótt ýmsar eigur ríkisins í Grikklandi séu einkavæddar – að  því tilskildu að einkavæðingarferlið sé sæmilega heiðarlegt. En það er ekki víst að maður geti treyst því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði