Hingað á eyjuna er kominn hópur Norðmanna.
Þeir tóku mig tali og ég svaraði þeim á einhvers konar skandinavísku – sem þeim fannst vera norska.
Voru nokkuð undrandi yfir þessu. Sögðu að líklega væru Íslendingar nokkuð líkir Norðmönnum.
„En þið eruð kannski aðeins skemmtilegri?“ bætti ein konan við.